Ólöf er leikkona, leiklistarkennari og rithöfundur. Hún hefur einnig unnið við að segja sögur aðalega sem Sóla sögukona. Þessi síða er til að sameina efni og námskeið sem hún býður uppá
Ferilskrá
Næsta leiklistarnámskeið
Hefst miðvikudag 18.september 2024
Síðumúla 29
Reykjavík
Nánari upplýsingar í opnar-dyr.com
Hver er Ólöf
Leikari, leikleiklistarkennari, rithöfundur og sögukona. Hún útskrifaðist frá East15 Acting School, Englandi 1986. Hún stofnaði Furðuleikhúsið (barna og farandleikhús) ásamt nokkrum leikurum árið 1994.
Árið 2002 útskrifaðist Ólöf með MA í Theatre Practice frá háskólanum í Exeter. Þar lagði hún stund á sálarlíkamlega leikhúsvinnu eða psychophysical Theatre. Síðan 2004 hefur Ólöf aðallega kennt börnum og fullorðnum leiklist, ritlist og sjálfstyrkingu. Hún útskrifaðist með MA í ritlist frá HÍ 2021. Sjálf hefur Ólöf farið á mörg hugleiðslunámskeið og önnur námskeið sem vinna með sjálfsþroska einstaklingsins.