Ólöf Sverrisdóttir
Leikari, leikleiklistarkennari og sögukona. Hún útskrifaðist frá East15 Acting School, Englandi 1986. Hún stofnaði Furðuleikhúsið (barna og farandleikhús) ásamt nokkrum leikurum árið 1994.
Árið 2002 útskrifaðist Ólöf með MA í Theatre Practice frá háskólanum í Exeter. Þar lagði hún stund á sálarlíkamlega leikhúsvinnu eða psychophysical Theatre. Síðan 2004 hefur Ólöf aðallega kennt börnum og fullorðnum leiklist og sjálfstyrkingu. Sjálf hefur Ólöf farið á mörg hugleiðslunámskeið og önnur námskeið sem vinna með sjálfsþroska einstaklingsins. Þar hefur hún séð möguleikana á að nota leiklistina sem verkfæri til sjálfsþroska en á sama tíma að kenna grunnæfingar í leikrænni túlkun. Hefur hún þróað með sér aðferðir sem hafa gefist vel. Ólöf hefur verið með námskeið í framkomu, ræðumennsku og sjálfstyrkingu hjá Mímir símenntun, haldið námskeið um leiklist sem kennslu aðferð fyrir kennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Ólöf útskrifaðist með MA í Ritlist hjá HI og hefur boðið upp á ritlistarnámskeið í Endurmenntun og víðar. Hún hefur sérstakan áhuga á að nota leiklist og ritlist sem tæki til sjálfsþroska.
https://www.mbl.is/smartland/frami/2023/10/21/alltaf_fundid_ljosid_aftur_og_aftur/